
Jón Sveinsson og Emma Jensen Mynd FVTV

Jón Sveinsson og Málfríður Ólafsdóttir meða Júlíus, Lawrence og Parley. Christina stendur aftast. Mynd FVTV
Jón Júlíus Sveinsson fæddist 1. desember, 1872 í Vestmannaeyjum. Dáinn 24. maí, 1951 í Utah. Jon Julius Thordarson í Utah
Maki: 1) 5. desember, 1894 Emma Marie Jensen f. 26. mars, 1872, d. 12. desember, 1895 af dönskum ættum 2) 3. janúar, 1906 Málfríður Ólafsdóttir f. 16. desember, 1883 í Borgarfjarðarsýslu, d. 5. ágúst, 1948 í Utah. Freida Thordarson.
Börn: Með Emma 1. Christina Matilda f. 26. október, 1895, d. 11.febrúar, 1927. Með Málfríði 1. Julius Svein f. 30. október, 1907 2. Lawrence Erlendur f. 27. október, 1910 3. Parley Eugene f. 25. janúar, 1912 4. Helga Solveig f. 12. janúar, 1914 5. Emma Pauline f. 26. október, 1916.
Jón fór vestur til Spanish Fork í Utah með foreldrum sínum árið 1878. Hann sneri aftur til Íslands árið 1903 sem trúboði og skírði Málfríði árið 1905 og fór vestur til Utah sama ár. Kom til Montreal í Kanada og þaðan fór hún til Utah. Þau bjuggu í Cleveland.
