
Rannveig og Jón Vídalín. Mynd Hnausa Reflections
Jón Vídalín Magnússon fæddist í Nýjabæ í Hnausabyggð árið 1885. Dáinn þar 13. júlí, 1963.
Maki: Rannveig Jófríður Albertsdóttir f. 1895 að Selsstöðum í Geysirbyggð.
Börn: 1. Sigursteinn Halldór f. 1913 2. Ingibjörg f. 1915 3. Albert Magnús f. 1918 4. Sigurrós Laufey f. 3. febrúar, 1922 5. Ásta Sigríður f. 1922 6. Gunnsteinn Halldór f.12. nóvember, 1923 7. Jóhannes Lawrence f. 1924 8.Valgerður Jónína f. 30. ágúst, 1927 9. Helga Magnúsína.
Jón var sonur Magnúsar Magnússonar og Ingibjargar Sveinsdóttur á Eyjólfsstöðum í Hnausabyggð í Nýja Íslandi. Þegar Jón hafði aldur til fór hann að veiða í Winnipegvatni með eldri bræðrum en þeir höfðu stofnað fyrirtækið Magnusson Bros. Company. Seinna fór hann að smíða báta. Jón og Rannveig bjuggu alla tíð í Magnusville í Hnausabyggðinni.