Jónína Jónasdóttir fæddist í S. Múlasýslu 20. júní, 1864. Dáin í Wynyard 12. október, 1959.
Maki: 26. september, 1888 Páll Eyjólfsson f. 16. nóvember, 1858 í Reyðarfirði, S. Múlasýslu, d. í Vatnabyggð 6. desember, 1923. Þau skildu.
Börn: 1. Jónas f. 21. september, 1888, d. 21. febrúar, 1921 2. Lára Valdina f. 3. febrúar, 1892 3. Guðrún Sigríður f. 12. janúar, 1893 4. Árni Ágúst f. 16. ágúst, 1896, d. 18. maí, 1973 5. Benedikt Júlíus f. 23. september, 1899 6. Theodór Vilhjálmur f. 9. febrúar, 1903.
Jónína var send í kvennaskóla í Noregi þar sem hún lærði fatasaum. Var svo eitthvað í Kaupmannahöfn í Danmerku og mun þar hafa lært kjólasaum. Páll lauk grunnskólanámi á Íslandi, fór til Noregs og lærði búfræði. Fór svo heim til Íslands, kvæntist og sigldi vestur um haf árið 1893. Fjölskyldan bjó fyrst í Winnipeg en svo í Park River í N.Dakota. Páll skoðaði lönd í Vatnabyggð og fór þangað einn en til að sameina fjölskylduna flutti Jónína til Wynyard.
