Jórunn Þorvarðardóttir

ID: 1736
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : A. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1957

Jórunn Þorvarðardóttir fæddist í A. Skaftafellssýslu 18. ágúst, 1856. Dáin 11. október, 1957 í Riverton. Johnson vestra

Maki: 4. janúar, 1884 Magnús Jónsson f. í A. Skaftafellssýslu 29. febrúar, 1856. Dáinn í Winnipeg 25. febrúar, 1915.

Börn: 1. Magnús f. 4. ágúst. 1884, d. 1. september, 1886 2. Kristín Ingibjörg f. 30. september, 1885, d. 12. október, 1885 3. Ingibjörg f. 22. desember, 1886 4. Þórvina Kristín f. 4. febrúar, 1888 5. Magnús Jörgen f. 2. ágúst, 1889, d. 27. maí, 1915 6. Stefanía f. 8. mars, 1891 7. Guðríður Sveinborg f. 30. júlí, 1892, d. í æsku á Íslandi 8. Jóhann Ingvöldur d. í æsku 9. Jóhannes Ágúst f. 29. ágúst, 1895 10. Matthildur f. 17. september, 1896 11. Guðrún f. 30. janúar, 1898 12. Ólafur f. 31. mars, 1900 13. Stefán Ellis f. 28. september, 1904 í Winnipeg 14. Gróa Jóhanna Ingveldur f. 13. nóvember, 1909.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og settust þar að. Magnús fékk vinnu við húsbyggingar og vann við það þar til hann lést úr lugnabólgu. Magnús Jörgen tók við af föður sínum og varð fyrirvinnan en það varð stutt því hann féll af húsþaki í Winnipeg og lést. Jórunn sá fram á nöturlega framtíð, skuldum vafin með stóran barnahóp. En þá komu landar hennar í borginni henni til hjálpar undir Forystu Baldvins L. Baldvinssonar. Efnt var til góðgerðartónleika í borginni fjölskyldunni til hjálpar og gat Jórunn flutt með börnin til Riverton og sest þar að.