Julía M Grímsdóttir

ID: 18279
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1901
Fæðingarstaður : N. Dakota

Julía Grímsdóttir fæddist 3. maí, 1901 í Garðarbyggð í N. Dakota.

Maki: 1) 27. desember, 1930 George R. Blackburn frá Chicago í Illinois, d. 25. desember, 1948.

Börn: Sylvia Mary f. 4. október, 1933.

Julía var dóttir Gríms Þórðarsonar og Ingibjargar Snæbjarnardóttur í Garðarbyggð.  Hún gekk menntaveginn, lauk hjúkrunarprófi árið 1924 frá háskóla í Minnesota. George var írskrar og enskrar ættar. Hann var verkfræðingur og vann hjá fyrirtæki Hjartar Þórðarsonar, Thordarson Electric Co.  Seinna stofnaði hann fyrirtækið Chicago Transformer Corp. með Árna Helgasyni, ræðsmanni í Chicago.