
Kári Friðjónsson Mynd VÍÆ IV
Kári Friðjónsson fæddist í Glenboro í Manitoba 15. október, 1888. Dáinn árið 1972 í Vancouver. Kári Fredrickson vestra.
Maki: Herdís Margaret Jónsdóttir f. 8. ágúst, 1891.
Börn: 1. John F. f. í Winnipeg 9. nóvember, 1915, d. 1. mars, 1949 2. Theodore f. í Winnipeg 23. mars, 1918 3. Margaret Cecilia f. í Winnipeg árið 1924.
Kári var sonur Friðjóns Friðrikssonar og Guðnýjar S. Sigurðardóttur í Glenboro. Kári stundaði verslunarskólanám og vann í fyrstu í verslun föður síns í Glenboro. Þegar fjölskyldan flutti til Winnipeg árið 1906 fór Kári með og fékk starf í banka og var bankastarfsmaður alla tíð. Hann flutti með fjölskylduna til Toronto árið 1925 og vann þar fyrir Kanadastjórn. Árið 1935, þegar Bank of Canada var stofnaður varð hann einn stjórnenda og vann þar eftir það. Flutti á efri árum til Vancouver.
