
Karl B Guðjónsson Mynd VÍÆ III

Rose Hedges Mynd VÍÆ III
Karl Baldvin Guðjónsson fæddist í Winnipeg 1. febrúar, 1896. Karl B. Thorkelson vestra.
Maki: 7. júlí, 1928 Rose Hedges f. í London í Englandi 17. október, 1907, d. í Virden í Manitoba árið 1947.
Börn: 1. Grahame Walter Karl f. í Winnipeg 28. desember, 1929 2. Shirley L. Gerrand f. í Winnipeg 8. nóvember, 1931 3. Brian f. í Morden, Manitoba 16. nóvember, 1935.
Karl ólst upp í Marshland í Manitoba hjá foreldrum sínum, Guðjóni Þorkelssyni og Lilju S. Jónsdóttur. Hann var fyrsti nemandinn í Jón Bjarnasonar skólanum í Winnipeg árið 1913 og stundaði þar nám til ársins 1916, hóf þá nám í Wesley College og lauk þaðan prófi 1916. Vann ýmis landbúnaðarstörf í íslensku byggðinni við Langruth til ársins 1924, hóf þá nám í Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan prófi 1926. Hann kenndi með skólanáminu og hélt því áfram þótt hann innritaðist svo haustið 1926 í Manitoba Normal School og lauk þaðan prófi ári síðar. Hann lauk B.A. prófi og kennaraprófi árið 1930. Árið 1927 var hann ráðinn skólastjóri í Arborg til ársins 1930 og svo skólastjóri Morden Collegiate Institute 1930 – 1949. Námstjóri í Virden 1949-1962.

Karl ferðaðist svona um sveitir Manitoba á sumrin Mynd Ld.
