ID: 16591
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1898

Karl Ólafur Friðfinnsson Mynd VÍÆ I
Karl Ólafur Friðfinnsson fæddist 23. júlí, 1898 í Keldulandi á Gimli í Manitoba. Karl F Einarsson vestra.
Maki: 2. nóvember, 1935 Edith Alice Boundy f. 28. ágúst, 1912, enskrar ættar.
Börn: 1. Alice Carol f. 1. janúar, 1938 2. Karl Douglas.
Karl var sonur Friðfinns Einarssonar og Salbjargar Jakobínu Jóhannsdóttur á Gimli. Hann bjó hjá þeim til ársins 1930 og vann ýmsa vinnu þar í sveitinni. Flutti í Arborg það ár og opnaði bílaverkstæði Arborg Garage. Hann hafði áhuga á samfélagsmálum, var í bæjarráði 1937-43, sveitarstjórn í Bifröst 1943-52 og oddviti fáein ár. Hann tók mikinn þátt í undirbúningi og byggingu sjúkrahússins, var í byggingarnefnd og gjaldkeri hennar.
