ID: 12817
Fæðingarár : 1848
Dánarár : 1927
Ketill Þorsteinsson fæddist í Bjarnaneshreppi í A. Skaftafellssýslu 22. mars, 1848. Dáinn í Saskatchewan 26. apríl, 1927.
Maki: Lucia Ófeigsdóttir f. í A.Skaftafellssýslu 1838, d. í Saskatchewan 1908.
Börn: 1. Ófeigur f. 16. desember, 1874 2. Guðbjörg Ketilsdóttir f. 1875.
Þau fluttu til Vesturheims árið 1892 og settist fjölskyldan að í Churchbridge í Saskatchewan. Voru þar og í White Sand River til ársins 1898. Fluttu þá í Foam Lake í Vatnabyggðum en 1902 nam Ófeigur land skammt frá þorpinu Leslie. Þar var hann með landbúnað.