Kristbjörg Jóhannesdóttir

ID: 14215
Fæðingarár : 1869

Kristbjörg Jóhannesdóttir fæddist 1869 í S. Múlasýslu, d. 1961 í Manitoba.

Maki: 1898 Marteinn Guðmundsson fæddist í S.Múlasýslu árið 1873. Dáinn í Baldur, Manitoba árið 1957. Martin vestra.

Barnlaus en ólu upp fósturdóttur, Florence Sigurlín.

Kristbjörg flutti til Vesturheims árið 1892 en móðir hennar, Valgerður Finnbogadóttir og Þorfinnur, bróðir hennar höfðu flutt vestur árið 1887.

Marteinn fór vestur með foreldrum sínum til Nýja Íslands árið 1878. Hann ólst upp í Fljótsbyggð og þar hófu hann og Kristbjörg búskap. Kristbjörg var systir þeirra Jóns og Þorfinns í Argylebyggð. Þau fluttu í Argylebyggð árið 1903 og voru þar fáein ár en fluttu svo til Winnipeg þar sem þau bjuggu í eitt ár. Fluttu svo þaðan aftur í Argylebyggð og bjuggu í Baldur.