ID: 17840
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886

Krisrbjörg Kristjánsdóttir Mynd VÍÆ II
Kristbjörg Kristjánsdóttir fæddist í Mountain, N. Dakota 17. maí, 1886.
Ógift og barnlaus.
Kristbjörg var dóttir Kristjáns Gunnlaugs Kristjánssonar og Svanfríðar Jónsdóttur, sem vestur fluttu árið 1878. Þau settust að í N. Dakota. Kristbjörg lauk grunnskólanámi í Mountain og B. Sc. námi frá University of North Dakota og Agricultural College í ríkinu, Gerðist eftir það kennari víða m.a. í Garðar og Mountain. Hún var einnig ritari sveitastjórnarinnar í Mountain frá 1952.