Kristbjörg Þorsteinsdóttir fæddist 12. júní, 1851 í S. Múlasýslu. Dáin 2. maí, 1946 í Minnesota. Burthes vestra.
Maki: 26. nóvember, 1881 Oli Burthes f. í Noregi 1850 d. 10. nóvember, 1943.
Börn: 1. Edward f. 28. maí, 1882 2. Ida f. 27. mars, 1884 3. Anna Theolina f. 7. nóvember, 1885 4. Carl d. í æsku 5. Otto Elmer f. 6. nóvember, 1888 6. Júlía f. 10. júní, 1891. Kristbjörg átti son með Guðna Stefánssyni á Íslandi. Jóhann f. 16. október, 1877, d. í Lyon sýslu í Minnesota 20. ágúst, 1878.
Kristbjörg flutti vestur til Kanada með son sinn árið 1878. Samferða henni var faðir hennar, Þorsteinn Erlendsson og bróðir hennar Magnús. Þau fóru suður til Minnesota og bjuggu þar. Kristbjörg og Oli bjuggu á landi hans til ársins 1918 en þá hættu þau búskap og fluttu til Minneota.
