Kristfríður Torfadóttir

ID: 4026
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Kristfríður Torfadóttir fæddist 28. febrúar, 1873 í Dalasýslu.

Maki: Jónas Jónsson f. 1858 í Skagafjarðarsýslu, d. 30. maí, 1917.

Börn: 1. Pétur 2. Torfi 3. Sigurborg 4. Aldís.

Kristfríður fór vestur árið 1887 til Winnipeg í Manitoba með föður sínum, Torfa Sveinssyni og fóstru, Guðrúnu Jónsdóttur. Þau fóru öll í Argylebyggð. Jónas fór vestur þangað með sínum foreldrum árið 1888. Kristfríður og Jónas bjuggu þar í byggð alla tíð.