ID: 6776
Fæðingarár : 1870
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Kristín Bjarnadóttir fæddist árið 1870 í Skagafjarðarsýslu.
Maki: Hinrik Árnason d. á Íslandi árið 1910. Sambýlismaður: Gunnar Þórðarson fæddist í Húnavatnssýslu árið 1852. Dáinn á Gimli 6. október, 1934.
Börn: 1. Jón f. 1902 2. Bjarni f. 1904.
Kristín flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1904 með son sinn Jón, Bjarni kom þangað árið 1910. Gunnar flutti vestur til Winnipeg árið 1898 og mun hafa skilið við konu sína, Önnu Þorsteinsdóttur. Gunnar sótti um land í Árdalsbyggð árið 1909 en það reyndist blautt og skilaði Gunnar því og flutti með Kristínu og drengi hennar í Arborg. Þar bjuggu þau til ársins 1921, fluttu þá til Selkirk. Gunnar fór síðan á Betel á Gimli árið 1933.
