Kristín Einarsdóttir

ID: 4557
Fæðingarár : 1879

Kristín Einarsdóttir Mynd VÍÆ I

Kristín Einarsdóttir fæddist í Barðastrandarsýslu 22. april, 1879.

Maki: Hallur Gíslason f. í Hallson í N. Dakota 28. júní, 1878, d. í Calder í Saskarchewan 20. ágúst, 1943.

Barnlaus en ólu upp 1. Ragnheiður Monica 2. Herbert Gunnar f. 27. júní, 1909.

Kristín fór til Vesturheims árið 1883 með foreldrum sínum, Einari Jónssyni og Guðbjörgu Einarsdóttur. Voru fyrst tvö ár í Ontario en fóru þaðan til Winnipeg og áfram vestur til Saskatchewan árið 1886. Sneru aftur til Manitoba og bjuggu við Manitobavatn. Hallur var fyrsta íslenska barnið fætt í N. Dakota. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Gísla Egilssyni og Halldóru Jóhannsdóttur, fyrst í N. Dakota til ársins 1889. Hann fór með þeim til Winnipeg og þaðan áfram vestur í Lögbergsbyggð í Saskatchewan árið 1891. Hallur opnaði járn- og verkfæraverslun með Páli, bróður sínum árið 1910 í Calder.