
Kristín Helgadóttir Mynd VÍÆ I
Kristín Helgadóttir fæddist 7. nóvember, 1888 í Mýrasýslu. Dáin á Íslandi árið 1962.
Maki: 22. maí, 1914 Sigtryggur Tryggvi Kristjánsson f. í S. Þingeyjarsýslu 22. apríl, 1880, d. í Selkirk 24. ágúst, 1969. Þau skildu.
Börn: 1. Ólafur f. 7. janúar, 1915 2. Björn f. 22. júní, 1916 3. Hulda f. 4. júlí, 1919 4. Ósk f. 8. apríl, 1922 5. Charlotte f. 18. júlí, 1925 6. Guðmundur f. 24. júní, 1926.
Sigtryggur flutti vestur árið 1888 með foreldrum sínum, Kristjáni Guðmundssyni og Helgu Þórðardóttur og systkinum. Þau fóru til Manitoba. Sigtryggur lauk kennaraprófi og kenndi bæði í Saskatchewan og Manitoba. Kristín flutti vestur árið 1913, giftist Sigtryggi ári síðar í Wynyard í Vatnabyggð. Þar bjuggu þau til ársins 1918, fluttu þaðan til Lundar í Manitoba og bjuggu þar til ársins 1925. Þaðan lá leiðin til Gimli þar sem þau voru til 1930. Þá fór Kristín til Ísland þar sem hún var til ársins 1947. Fór þá aftur vestur og settist að á Gimli.
