Kristín Þórðardóttir

ID: 17467
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884

 

Kristín Þórðardóttir Mynd VÍÆ I

 Kristín Þórðardóttir fæddist í Garðar í N. Dakota 25. október, 1884.

Maki: 23. apríl, 1906 Gunnar Júlíus Guðmundsson f. í Gullbringusýslu 3. júlí, 1875, d. 31. ágúst, 1959 í Vancouver.

Börn: 1. Sigríður f. 3. febrúar, 1907, d. 5. september sama ár 2. Haraldur Júlíus f. 9. júní, 1910, d. 2. apríl, 1937.

Kristín var dóttir Þórðar Gunnarssonar og Auðar Grímsdóttur landnema í N. Dakota árið 1882. Þórður lést árið 1886 svo Kristín ólst upp í Garðarbyggð hjá móður sinni. Árið 1901 fluttu þær mæðgur norður á Red Deer Point við Manitobavatn. Gunnar flutti einn til Vesturhaims árið 1900 og fór sama ár norður til Winnipegosis við Manitobavatn til að stunda fiskveiðar í Manitobavatni. Þar kynnast þau Kristín og Gunnar og hefja búskap. Þau fluttu í Vatnabyggð árið 1910 og var Gunnar bóndi á nærri Wynyard til ársins 1939. Það ár fluttu þau til Winnipeg og voru þar til ársins 1943, fóru þá vestur til Vancouver.