Guðrún K Tómasdóttir

ID: 7669
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1969

Guðrún Kristín Tómasdóttir Mynd L-H. 1969

Guðrún Kristín Tómasdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 11. janúar, 1877. Dáin í Manitoba 1. júlí, 1969.

Maki: 1911 Guðni Júlíus Eyjólfsson f. í Nýja Íslandi í Manitoba árið 1882. G. J. Oleson vestra.

Börn: 1. Tryggvi f. 1912 2. Lára Guðrún f. 12. júní, 1913

Guðrún flutti vestur árið 1887 og fór til N. Dakota þar sem hjónin Loftur Guðnason og Elinborg Jónsdóttir höfðu sest að árið 1883. Með þeim fór hún norður í Hólabyggð í Manitoba árið 1898 og þaðan fór hún til Glenboro. Guðni Júlíus var sonur Eyjólfs Jónssonar og seinni konu hans, Sigurveigu Sigurðardóttur. Hann ólst upp í Nýja Íslandi en flutti með foreldrum sínum í Hólabyggð þar sem hann var bóndi einhvern tíma en flutti seinna til Glenboro.