Kristin V Dalmann

ID: 18815
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1890
Dánarár : 1951

Kristín Vilborg Guðmundsdóttir fæddist í Minnesota 28. september, 1890. Dáin í Lyon sýslu í Minnesota 2. maí, 1951. Kristin Vilborg Dalmann vestra.

Ógift og barnlaus.

Kristín ólst upp í íslensku umhverfi í Minnesota og bar þess merki alla ævi. Valdimar Björnsson lengi ræðismaður Íslands í Minnesota sagði um hana í minningagrein að Stína Dalmann  hefði verið einhver íslenskasta manneskja sem hann hefði nokkurn tíma kynnst, allt í hennar fari var svo íslenskt. Hún bjó mörg ár í Minneapolis og var dugmikill meðlimur Kvenfélagsins Hekla þar í borg.