Kristján Jóhannsson

ID: 19312
Fæðingarár : 1879
Dánarár : 1959

Kristján Jóhannsson Mynd Dalamenn

Kristján Jóhannsson fæddist í Nýja Íslandi árið 1879. Dáinn í Pembinasýslu árið 1959. Geir í N. Dakota.

Maki: 1908 Solveig Þorgilsdóttir f. í Eyfordbyggð í N. Dakota 15. september, 1886, d. 31. maí, 1986.

Börn: 1. Kristín (Christine Hall) f. 1909 2. Jóhann f. 1911 3. Þórhallur Lárus f. 1913 4. Anna Margrét f. 1915 5. Guðbjörg Lilja f. 1917 6. Kristján (Christian Theodore) f. 1919 7. Sigurjón Björn f. 1921 8. Sigurlaug May f. 1923 9. Clarence f. 1925 10. Eleanore Stefanía f. 1927 11. Marian Guðrún f. 1931.

Kristján flutti með foreldrum sínum úr Nýja Íslandi til Mountain í N. Dakota árið 1880. Við fráfall föður hans, 1887, treysti móðir hans (Anna Geir) honum smám saman fyrir búverkum og þegar hann kvæntist árið 1908 þá hafði hann bætt íbúð við hús móður sinnar og bjó þar meðan hún lifði. Flutti seinna til Edinburgh í N. Dakota og var bóndi alla tíð. Solveig var dóttir Þorgils Halldórssonar og Kristínar Jónsdóttur sem bjuggu í Eyfordbyggð.