Kristján Ólafsson

ID: 1470
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Árnessýsla

Kristján Ólafsson Mynd VÍÆ II

Kristján Ólafsson fæddist 18. júní, 1873 í Árnessýslu.

Maki: 2. júní, 1895 Guðrún Þorláksdóttir f. 24. október, 1863, d. 12. janúar, 1949.

Börn: 1. María Þorláksína Ágústa f. 7. ágúst, 1895 2. Ólafur Júlíus f. 16. júní, 1897 3. Páll Ingimar 5. ágúst, 1899 4. Þorlákur Edvin 4. 1901 5. Kristrún Hallfríður 16. júní, 1903 6. Friðfinnur Valtýr f. 1905 7. Guðbjörg Mable f. 7. febrúar, 1910

Kristján flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893. Guðrún fór þangað ári síðar. Þau námu land í Hallson byggð í N. Dakota og bjuggu á því til ársins 1902 en þá fluttu þau til Winnipegosis í Manitoba. Voru þar til ársins 1905 en fluttu það ár í Vatnabyggð í Saskatchewan og námu land í Foam Lake byggð. Bjuggu þar til ársins 1943 en þá fluttu þau til New Westminister í Bresku Kolumbíu.