ID: 18142
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1914

Kristjana K Kristjánsdóttir Mynd VÍÆ II
Kristjana Jakobína Kristjánsdóttir fæddist í Manitoba 11. mars, 1914.
Maki: 24. maí, 1934 Sigurður Konráð Steingrímsson fæddist í Selkirk, Manitoba 25. ágúst, 1907.
Börn: 1. Steinunn Þóra Sigríður f. 15. febrúar, 1939 2. Allan Bryant f. 22. maí, 1950.
Foreldrar Kristjönu voru Kristján Jakob Jónasson og Steinunn Gísladóttir, landnemar í Manitoba. Kristjana tók þátt í félagsmálum landa sinna í Víðirbyggð, sat þar um árabil í stjórn kvenfélagsins Ísafold. Sigurður Konráð var sonur Steingríms Sigurðssonar og Elísabetu Jónsdóttur, sem fluttu vestur til Manitoba árið 1900. Bjuggu fyrst í Selkirk en 1909 settust þau að í Víðirbyggð í Nýja Íslandi. Þar ólst Sigurður Konráð upp og gerðist þar bóndi.