ID: 19822
Fæðingarár : 1894
Fæðingarstaður : Manitoba

Kristjana Stefánsdóttir Mynd VÍÆ III
Kristjana Stefánsdóttir fæddist 23. júlí, 1894 í Manitoba.
Maki: 19. júlí, 1921 Sigmundur Grímsson f. í Dalasýslu 18. mars, 1894.
Börn: 1. Norman f. í Vancouver 27. apríl, 1922, d. 4. september, 1963 2. Ronald f. 12. desember, 1923 í Vancouver.
Kristjana var dóttir Danelíu Daníelsdóttur og Stefáns Daníelssonar. Sigmundur fór ungur til Reykjavíkur og lærði gullsmíði. Hann flutti vestur til Manitoba árið 1913 og settist að í Winnipeg. Þaðan flutti hann og Kristjana vestur til Vancouver þar sem Sigmundur opnaði verslun og verkstæði.
