
Leifur Eiríksson Summers Mynd VÍÆ III
Leifur Eiríksson fæddist í Carberry í Manitoba 21. maí, 1893. Dáinn í Vancouver 13. apríl. 1954. Leifur E. Summers vestra.
Maki: 9. október, 1915 Sigurlaug Lilja Björnsdóttir f. 1889 í Nýja Íslandi. Lil Summers vestra.
Barnlaus.
Leifur var sonur Eiríks Sumarliðasonar og Þorbjargar Jónsdóttur en foreldrar Sigurlaugar voru Björn Árnason og Björg Sigríður Jónsdóttir. Leifur hóf störf í Winnipeg hjá Eaton´s verslunarkeðjunni árið 1910 og hætti þar árið 1950. Hann réðst í búskap í Teulon í Manitoba ein þrjú ár en þaðan fluttu þau hjón vestur til Vancouver. Leifur var afskaplega mikill Íslendingur alla tíð, hafði gott vald á íslensku og sagði einum vini sínum frá því í Vancouver að hann færi alltaf með Faðir vorið á íslensku. Sigurlaug lifði mann sinn.
