Leon H Zeuthen

ID: 18597
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1910

Leon Haraldur Zeuthen Mynd VÍÆ III

Leon Haraldur Zeuthen fæddist í Marshall, Minnesota 10. ágúst, 1910.

Maki: Rebecca F Þórðardóttir f. í Nýja Íslandi 18. desember, 1916.

Barnlaus.

Leon var sonur Fritz Carl Zeuthen frá Reykjavík og Margrétar Loftsdóttur frá Minneota í Minnesota. Foreldrar Rebeccu voru Þórður Helgason og Halldóra Geirsdóttir í Nýja Íslandi. Leon lauk miðskólaprófi í Minneota, stundaði svo nám í Aberdeen Business College í Aberdeen í S. Dakota, Minnesota School of Business og Dunwoody College í Minneapolis. Að auki var hann í Minneapolis School of Art. Hann var í bandaríska hernum í Síðari Heimstyrjöldinni og var um tíma staðsettur á Íslandi.