ID: 19829
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906
Fæðingarstaður : Vestfold

Lilja Guðrún Einarsdóttir Mynd VÍÆ III
Lilja Guðrún Einarsdóttir fæddist í Lundarbyggð 19. mars, 1906. Borgfjörð vestra.
Maki: 19. apríl, 1926 Þorgils Valdimar Finnbogason f. í Vestfold í Grunnavatnsbyggð 26. janúar, 1906. Thorgils V. F. Thorgilsson vestra
Börn: 1. Hasel Eleanor f. í Lundar 18. desember, 1929 2. Joan S. f. í Lundar 24. desember, 1933 3. Einar J. f. í Lundar 19. nóvember, 1936 4. Clifford Wilmar f. 21. september, 1945.
Lilja var dóttir Einars Guðmundssonar Borgfjörð og Þórstínu Þorsteinsdóttur landnema í Lundarbyggð. Þorgils var sonur Finnboga Þorgilssonar og Málfríðar Jónsdóttur, landnema í Grunnavatnsbyggð árið 1886. Þorgils lærði bókhald og vann við það í Lundar alla tíð.
