Lillian S Pálsson

ID: 20427
Fæðingarár : 1930

Lillian Svava Pálsson fæddist 6. desember, 1930.

Lillian Svava Pálsson Mynd VÍÆ I

Maki: 14. júní, 1951 Eric Halfdán Haraldsson f. 12. júní, 1922 í Wynyard í Saskatchewan. Rev. Eric H Sigmar vestra

Börn: 1. Elynne Svava f. 31. janúar, 1955 2. Eric Halfdan William f. 4. júlí, 1956  3. Signý June f. 12. febrúar, 1958.

Lillian var dæittir Wilhelm Pálssonar og Ástu Jósefsdóttur Schram í Kjarna í Geysisbyggð. Eric var sonur séra Haralds Sigmar og Önnu Margrethe Thorlakson. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Vatnabyggð árin 1922-1926 og svo í Mountain, N.Dakota 1926-1940. Árið 1942 var hann í námi í University of N. Dakota, 1944 í Gettysburg College og Philadelphia Lutheran Seminary 1946. Hann fór svo til Íslands og var við nám í Háskóla Íslands 1953-1954 og í Lundi 1954. Hann var vígður prestur og þjónaði fyrst í Argylebyggð í Manitoba árin 1947-51, Hallgrímssöfnuði í Seattle, Washington 1951-55. Þjónaði loks St. Stephen´s söfnuði í St. James í Winnipeg frá 1955. Hann var forset Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags Íslendinga í Vesturheimi frá 1956 og ritari félagsins 1951-56.