Lorne E Gíslason

ID: 20542
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1919

Lorne Erling Gíslason Mynd VÍÆ III

Anne Hornseth Mynd VÍÆ III

Lorne Erling Gíslason fæddist í Saskatoon í Saskatchewan 26. apríl, 1919.

Maki: 3. júlí, 1941 Anne Hornseth f. í Saskatchewan 30. maí, 1915.

Börn: 1. Paul Erling f. í Saskatoon 12. janúar, 1948.

Lorne var sonur Gísla Benediktssonar og Guðrúnar Sigríðar Pálsdóttur í Wynyard. Foreldrar Anne, Einar og Mathilda voru af norskum upptuna.  Lorne lauk miðskóla árið 1937 í Wynyard. Fékk vinnu hjá National Grain Co í Winnipeg þar sem hann vann þar til hann gekk í herinn. Þegar heimstyrjöldinni lauk var hann ráðinn til The Searle Grain Co. sem hafði bækistöðvar víða á kanadísku sléttunni. Árið 1948 gerðist hann bílasali í fylkinu en skömmu síðar storfnaði hann eigin bílasölu í Morrin í Alberta. Anne lærði hjúkrun og vann á sjúkrahúsi í Portage la Prairie.