Magnús K Magnússon

ID: 7513
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1930

Magnús Kjartan Magnússon fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1872, d. í San Diego 14. apríl, 1930. Kjartan Magnússon vestra.

Maki:  Svanhildur Jónsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 22. september, 1880.

Börn: 1. Árni f. 15. júlí, 1904 2. Elaine f. 25. júní, 1905, d. 1. mars, 1994 3. Sigurbjörg Josephine f. 22. janúar, 1908 4. Theodore f. 13. ágúst, 1911 5. Magnús Daníel f. 4. apríl, 1920.

Kjartan flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Magnúsi Guðmundssyni og Guðrúnu Guðmundsdóttur.  Þau settust að í N. Dakota og þaðan flutti Kjartan vestur að Kyrrahafi um aldamótin. Svanhildur flutti vestur árið 1881 með foreldrum sínum, Jóni Gíslasyni og Þóru Halldórsdóttur. Kjartan og Svanhildur bjuggu í Seattle árið 1905, sneru til baka til N. Dakota eftir fáein ár, fóru svo þaðan til San Diego. Eftir lát Kjartans flutti Svanhildur til N. Dakota og bjó í Akra byggð.