Margrét A Ólafsdóttir

ID: 19891
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1915
Fæðingarstaður : Winnipeg

Margrét Anna Ólafsdóttir Mynd VÍÆ IV

Sir Arthur Hallam Elton Mynd VÍÆ IV

Margrét Anna Ólafsdóttir fæddist í Winnipeg 17. júní, 1915. Lady Elton í Englandi.

Maki: 10. janúar, 1948 Sir Arthur Hallam Elton f. 1906.

Börn: 1. Julia Margrét f. 24. maí, 1949 2. Rebecca Aðalbjörg f. 6. júní, 1951 3. Charles Abraham f. 23. maí, 1953. Öll fædd í Englandi.

Margrét var dóttir Dr. Ólafs Björnssonar, læknis í Winnipeg og konu hans, Sigríðar Elínborgar Jónsdóttur úr Garðarbyggð í N. Dakota. Hún lauk BA prófi frá Manitobaháskólanum í Winnipeg árið 1935 og lærði ljósmyndun. Var við myndatökur í Englandi í Síðari heimstyrjöldinni þar sem hún kynntist manni sínum. Forfeður Sir Arthur á 18. öld voru auðmenn sem græddu mikið fé á verslun og bjó ættin í The Manor House of Cleavedon, miðaldabyggingu frá 1320 er varð ættaróðal árið 1790. Er það ein elsta bygging í Englandi sem búið hafði verið í öldum saman. Þar munu hafa prýtt sali fjölmörg bóka- og málverkasöfn. Margrét las alltaf mikið, unni íslenskum ljóðum og orti á ensku. Sjá meira í Íslensk arfleifð að neðan.

 

Íslensk arfleifð :