Margrét Bjarnadóttir fæddist í Miðfirði í Húnavatnssýslu 18. júní, 1907. Dáin 1. desember, 1939.
Maki: 3. apríl, 1926 Ólafur Ólafsson fæddist í Mjóafirði í S. Múlasýslu 14. september, 1899. Anderson vestra.
Börn: 1. Ólafur Marvin f. 27. júní, 1928 2. Sólberg Ingvar f. 12. júlí, 1929 3. Irene Grace f. 5. júlí, 1930 4. Bjarni f. 1935 5. Margrét Elsie Ingibjörg f. 10. september, 1938.
Margrét var dóttir Bjarna Guðmundssonar og Ingibjargar Benediktsdóttur frá Gafli í Víðidal. Með þeim fór Margrét til Vesturheims árið 1912. Foreldrar Ólafs voru Ólafur Árnason og Sólrún Árnadóttir bæði úr Mjóafirði. Hann fór með þeim og systkinum sínum vestur um haf árið 1903, aðeins þriggja ára. Fjölskyldan settist að í Nýja Íslandi sama ár þar sem Ólafur ólst upp og þegar aldur leyfði, stundaði hann fiskveiðar á Winnipegvatni. Eftir að hafa unið bið það í 40 ár flutti hann til Vancouver þar sem hann vann við trésmíði.
