Margrét Friðbjörnsdóttir fæddist árið 1872 í Eyjafjarðarsýslu.
Maki: 18. maí, 1895 Halldór Halldórsson fæddist 4. júlí, 1867 í Húnavatnssýslu. Dáinn 11, mars, 1944.
Börn: 1. Sigurrós f. 1896 2. Anna f. 1897 3. Þórdís f. 1900 4. Halldór f. 1913 5. Paul Fredric f. 1915
Margrét flutti vestur til Ontario með foreldrum sínum, Friðbirni Björnssyni og Önnu S Árnadóttur árið 1873. Þau fluttu þaðan til Nýja Íslands og svo 1881 suður til Mountain í N. Dakota. Halldór flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum og systkinum. Hann bjó hjá þeim í Nýja Íslandi til ársins 1880 og fór með þeim suður í Thingvallabyggð í N. Dakota árið 1880. Halldór var verslunarmaður í Mountain um langt skeið en flutti árið 1930 til Chicago og bjó þar til æviloka.
