ID: 9130
Fæðingarár : 1856

Margrét og Jósep Mynd Almanak 1918
Margrét Kristjánsdóttir fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1856.
Maki: 1883 Jósef Ólafsson f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1852. Dáinn 1892 í Saskatchewan. Olson vestra.
Börn: 1. Alexander Óskar f. í Winnipeg1885, d. 4. febrúar, 1939 2. Victor Emanúel.
Jósef fór vestur til Ontario í Kanada árið 1873 og var þar fyrsta veturinn. Fór þaðan til Milwaukee árið 1874 og dvaldi hér og hvar í Wisconsin til ársins 1880 en þá flutti hann til Winnipeg í Kanada. Hann rak kjötverslun í bænum einhver ár en nam land í Þingvallabyggð í Saskatchewan árið 1888. Margrét fór vestur með móður sinni, ekkjunni, Önnu Sigríði Guðmundsdóttur og fjórum systkinum til Nýja Íslands árið 1876.