Margrét L Sigurðardóttir

ID: 19813
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904
Fæðingarstaður : Mountain
Dánarár : 2000

Margrét Lilja Sigurðardóttir Mynd VÍÆ III

Margrét Lilja Sigurðardóttir fæddist í Mountain, N. Dakota 8. nóvember, 1904. Dáin í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 2000. Margret L Josephson vestra.

Maki: 1. desember, 1927 Þorfinnur Lawrence Nýmundsson f. í N. Dakota 26. maí, 1904, d. í Vatnabyggð árið 1977. Thorfinnur L Josephson vestra.

Börn: 1. Jóhanna Bernice f. 28. nóvember, 1928 2. Clarence Valdimar f. 28. febrúar, 1933, d. 1. september, 1954 í bílslysi 3. Frederick Gylan f. 13. september, 1939 4. Conlin David f. 13. nóvember, 1944.

Margrét var dóttir Sigurðar Sölvasonar og Jóhönnu Stefánsdóttur sem vestur fluttu árið 1899 og settust að nærri Mountain í N. Dakota. Þau fluttu í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 og bjuggu nærri Wynyard. Þar kynntist Margrét Þorfinni en hann kom í byggðina árið 1907 með foreldrum sínum frá N. Dakota. Margrét og Þorfinnur bjuggu fyrst nálægt Mozart en fluttu svo þaðan til Elfros. Þorfinnur var bóndi og oddviti sveitar sinnar frá 1952.