Margrét Þorláksdóttir

ID: 7984
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla

Margrét Steinunn Þorláksdóttir fæddist 5. október, 1872 í Eyjafjarðarsýslu.

Maki: Lúðvík Hermann Jón Sigurðsson f. árið 1867 í S. Þingeyjarsýslu. Laxdal vestra.

Börn: 1. Árni Björn f. 5. maí, 1899 í Winnipeg 2. Eggert Albert Sigurður f. 24. júlí, 1906 í Foam Lake, í Saskatchewan 3. Þorlákur Lúðvík Guðbrandur f. 17. janúar, 1913 í Foam Lake í Saskatchewan.

Lúðvík fór einsamall vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887.  Árið 1904 flutti hann í Vatnabyggð í Saskatchewan og nam land vestan við Foam Lake. Seldi það árið 1910, flutti í Kandahar þorpið og keypti timburverslun með Ingvari Ólafssyni. Seldi sinn hlut árið 1913 og vann við smíðar til ársins 1918 en þá fluttu þau vestur að Kyrrahafi og settust að í Milwaukie í Oregon í janúar, 1919. Margrét fór ársgömul vestur til Kinmount í Ontario með foreldrum sínum, Þorláki Björnssyni og Þórdísi Árnadóttur árið 1874. Ári seinna fluttu þau til Nýja Íslands og 1881 til Mountain í N. Dakota.