María K Þorsteinsdóttir

ID: 19736
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886

María Kristrún Þorsteinsdóttir fæddist 29. desember, 1886 í Lyon sýslu í Minnesota.

Maki: Metúsalem Eyjólfsson fæddist árið 1877 í S. Múlasýslu. Dáinn af slysförum í Massillon, Ohio 7. desember, 1932. Matthew Nicholson vestra.

Börn: 1. Raymond Ellsworth f. 20. september, 1907 2. Hope f. 2. janúar, 1909.

María ólst upp í Lyon sýslu hjá foreldrum sínum, Þorsteini Þorsteinssyni og Guðnýju Þorkelsdóttur.  Metúsalem flutti vestur til Minnesota árið 1879 með foreldrum sínum, Eyjólfi Þorsteinssyni og Þorbjörgu Jósepsdóttur. Þau settust að í Lyon sýslu þar sem Metúsalem ólst upp. Hann flutti til Marshall og fékk vinnu við hveitimyllu og vann við það til ársins 1912. Þá flutti fjölskyldan til Massillon í Ohio.