Marjorie Doll

ID: 20215
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1928
Dánarár : 2021
ARNASON MARJORIE - Obituaries - Winnipeg Free Press Passages

Marjorie Arnason Mynd Internet

Marjorie Doll fæddist 12. janúar, 1928 við Íslendingafljót í Manitoba. Dáin 3. desember, 2021. Arnason vestra.

Maki: 13. nóvember, 1948 Kristján Theodore Árnason f. í Nýja Íslandi 25. júní, 1918. Dáinn 26. desember, 1989. Ted Arnason vestra..

Börn: 1. Wendy f. 15. október, 1949 2. Kathleen f. 27. apríl, 1954 3. Kristine f. 2. júní, 1957.

Marjorie var dóttir Egilsínu Guðlaugar í Riverton, faðir hennar var skoskrar ættar.  Egilsína var dóttir Eyvindar Jónassonar Doll og seinni konu hans, Sesselju Jóhannsdóttur í Riverton. Kristján var sonur Guðjóns Valdimars Kristjánssonar og Dórótheu Soffíu Abrahamsdóttur,  á Espihóli í Nýja Ísland. Marjorie ólst upp við Íslendingafljót, lauk grunnskólanámi í Riverton og fór til Winnipeg í framhaldsnám. Hún gekk í Success Business College og lauk þaðan verslunarprófi.