
Nikulás Jónsson Mynd SÍND
Nikulás Jónsson fæddist 16. júlí, 1831 í S. Múlasýslu.. Dáinn 16. september, 1920 í Kristnesbyggð í Saskatchewan.
Maki: 1) Anna Sveinsdóttir dó eftir nokkurra ára hjónaband. 2) 1872 Þórunn Pétursdóttir f. 3. júní, 1838, d. 17. mars, 1914 í Saskatchewan.
Börn: Með Önnu 1. Jónína Margrét f. 1861 2. Kristín dó barnung. Með Þórunni: 1. Pétur f. 17. júlí, 1873, d. 21. september, 1961 2. Anna f. 1874 3. Ólafía f. 1876 4. Kristbjörg f. 1878.

Þórunn Pétursdóttir Mynd SÍND
Fluttu vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og fóru suður í Víkurbyggð í N. Dakota þar sem þau bjuggu hálft annað ár. Fluttu svo á land í Hallsonbyggð. Um aldamótin lá leiðin í Vatnabyggð í Saskatchewan og settust að hjá Önnu, dóttur sinni, sem bjó í Lesliebyggð.
