Oddný Guðmundsdóttir

ID: 7375
Fæðingarár : 1880
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1965

Oddný Guðmundsdóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu árið 1881. Dáin 10. apríl, 1965 í Stafholti í Blaine. Brandson vestra.

Maki: 15. febrúar, 1906 Áskell Jónsson f. 5. desember, 1875 í Dalasýslu, d. 2. júlí, 1948 í Washington. Keli J. Brandson vestra.

Börn: Barnlaus en kjörbörn voru tvö: 1. Helga f. 16. september, 1906, dóttir Páls Jóhannssonar og Guðbjargar Jóhannsdóttur 2. John F. Eyford .

Áskell flutti vestur árið  1878 með foreldrum sínum, Jóni Brandssyni og Margréti Guðbrandsdóttur sem settust að í Garðarbyggð í N. Dakota. Oddný var dóttir Guðmundar Hjálmarssonar og Sigurlaugar Guðmundsdóttur úr Skagafirði sem vestur fluttu árið 1887. Áskell og Oddný fluttu í Vatnabyggð árið 1903 og námu land í Elfrosbyggð og bjuggu þar til ársins 1911. Þá lá leið þeirra til Montana þar sem þau bjuggu til ársins 1922. Næst fluttu þau vestur að Kyrrahafi, námu land nærri Blaine og bjuggu þar síðan.