
Ófeigur Ketilsson Mynd VÍÆ II

Hildur Bjarnadóttir Mynd VíÆ II
Ófeigur Guðmundur Ketilsson fæddist í A.Skaftafellssýslu 16. desember, 1874.
Maki: 1) Stefanía Pálína Sigmundsdóttir f. í A. Skaftafellssýslu 1863 2) Hildur Guðrún Bjarnadóttir f. í N.Múlasýslu 13. maí, 1885, d. í Saskatoon í Kanada 11. apríl, 1951.
Börn: Öll með seinni konu: 1. Sigríður Kristjana f. 27. mars, 1912 2. Ketill Einar f. 6. september, 1914, d. 6. september, 1948 3. Sigurður Bergþór f. 8. nóvember, 1918 4. Skúli Thorsteinn f. 23. október, 1920 5. Lucia Guðbjörg f. 22. desember, 1921 6. Guðrún Stefanía f. 1. desember, 1922 7. Dóra Sveinbjörg Lily f. 11. október, 1924. Stefanía fór vestur árið 1901 með dóttur sína, Guðrúnu Björgu Hallgrímsdóttur,10 ára.
Ófeigur var sonur Ketils Þorsteinssonar og Lúcíu Ófeigsdóttur sem vestur fluttu árið 1891. Fjölskyldan fór til Churchbridge í Saskatchewan og svo til White Sand River til ársins 1898. Það ár fór Ófeigur til Foam Lake en 1902 er hann sestur að á landi sínu nærri Leslie þorpi. Þar gerðist hann bóndi.