
Ólafía Barbara Sveinbjarnardóttir Mynd VÍÆ IV
Ólafía Barbara Sveinbjarnardóttir fæddist í Winnipeg 2. desember, 1890. Dáinn 23. mars, 1966 í Kaliforníu.
Maki: 25. ágúst, 1911 Guðjón Bergur Guðmundsson fæddist í Önundarfirði í Ísafjarðarsýslu 26. nóvember, 1890. George Brown vestra.
Börn: 1. Evelyn f. í Winnipeg 30. september, 1914. Önnur þrjú börn þeirra dóu í æsku.
Ólafía var dóttir Sveinbjarnar Loftssonar og Steinunnar Ásmundsdóttur sem vestur fluttu úr Dalasýslu til Winnipeg árið 1887. Sveinbjörn nam land í Þingvallabyggð í Saskatchewan og stundaði búskap en varð seinna verslunarstjóri í Churchbridge. Guðjón bjó fyrst með föður sínum og fjölskyldu hans í Brandon, flutti svo þaðan árið 1899 til Winnipegosis. Seinna flutti hann til Winnipeg og bjó þar 1906 til 1911 en þá lá leið hans til Saskatchewan, bjó fyrst í Bradenbury og svo í Wynyard. Árið 1924 flytur fjölskyldan vestur að Kyrrahafi og bjó hún í Seattle til ársins 1936 en þá lá leiðin til Kaliforniu. Ólafía var dóttir Sveinbjarnar Loftssonar og Steinunnar Ásmundsdóttur sem vestur fluttu úr Dalasýslu til Winnipeg árið 1887.
