Ólafur T Johnson

ID: 17627
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : Hallsonbyggð
Dánarár : 1937

Ólafur Tryggvi Jónsson Mynd VÍÆ II

Ólafur Tryggvi Jónsson fæddist 12. maí, 1882 í Hallsonbyggð í N. Dakota. Dáinn  í Alberta 7. júní, 1937.

Maki: Helga Þorbjörg Jónsdóttir f. 27. desember, 1883 í N. Múlasýslu, d. í Alberta árið 1975.

Barnlaus.

Ólafur ólst upp hjá föðurforeldrum sínum, Jóni Péturssyni og Ingunni Ólafsdóttur í Hallsonbyggð í N. Dakota. Flutti með þeim til Alberta árið 1889. Hann sótti skóla í Winnipeg og var ágætlega ritfær og skáldmæltur. Hann varð ritstjóri Heimskringlu frá 1917 til 1919, flutti svo til Minneapolis og bjó þar allmörg ár. Þar vann hann við húsamálun. Flutti seinna til Alberta.