
Ólafur Þorgeirsson
Ólafur Sigtryggur Þorgeirsson fæddist á Akureyri í Eyjafjarðarsýslu 16. september, 1864. Dáinn í Manitoba 19. febrúar, 1937. Thorgeirsson vestra.
Maki: 8. október, 1888 Jakobína Guðrún Jakobsdóttir f. á Tjörnesi í S. Þingeyjarsýslu árið 1863
Börn: 1. Kjartan f. 6. september, 1889, d. 21. ágúst, 1891 2. Ólafía Sigríður f. 5. janúar, 1894, d. 4. ágúst, 1917 3. Ragnheiður f. 8. ágúst, 1897, d. 21. ágúst, 1904 4. Geir f. 28. september, 1901, d. 2. apríl, 1959 5. Ólafur Sigtryggur f. 1. ágúst, 1904 6. Ragnheiður f. 1. ágúst, 1904 7. Karólína 8. Jakobína.
Ólafur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887, sama ár og foreldrar hans og systkini. Hann bjó alla tíð í Winnipeg og var einn af lykilmönnum íslensks samfélags í borginni, reyndar í vesturíslenska samfélaginu öllu. Jakobína flutti vestur til Winnipeg árið 1883, árinu á undan foreldrum sínum og systkinum.