ID: 1180
Fæðingarár : 1831
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1910

Ólafur Þorsteinsson

Elín Stefánsdóttir Myndir SÍND
Ólafur Þorsteinsson fæddist í Árnessýslu 1. janúar, 1831. Dáinn í N. Dakota 19. janúar, 1910.
Maki: 1. Guðrún Eyjólfsdóttir lést á Íslandi 2. Elín Stefánsdóttir f. 15. júní, 1836 í V. Skaftafellssýslu
Börn: Með Guðrúnu tvíburar 1. Þorsteinn f. 1859 2. Eyjólfur f. 1859 Með Elínu 1. Guðrún f. 1869 2. Jórunn 3. Stefanía. Fósturbörn þeirra voru Sigríður og Þorgils Þorsteinsbörn.
Ólafur fór einsamall vestur árið 1877 og nam land í Árnesi í Marklandi í Nýja Skotlandi. Þangað kom svo Elín ári seinna með börnin svo og systur Ólafs, Snjáfríði. Þau fluttu þaðan vestur í Rauðárdal árið 1882 og settust að í Pembinabyggð í N. Dakota þar sem þau bjuggu alla tíð.
