ID: 8618
Fæðingarár : 1893
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1965

Ólafur Tryggvi Sigurjónsson Mynd VÍÆ
Ólafur Tryggvi Sigurjónsson: Fæddur í Eyjafjarðarsýslu árið 1893. Var Thordarson í Vesturheimi. Dáinn í Kalifornía árið 1965
Ókvæntur og barnlaus.
Flutti nokkurra mánaða með foreldrum sínum, Sigurjóni Þórðarsyni og Önnu Jónsdóttur vestur til Winnipeg í Manitoba . Fjölskyldan settist að í Geysisbyggð. Þar ólst Ólafur upp við dagleg bústörf, eftir 1910 fengu hann og faðir hans iðulega vinnu við fiskveiðar á Winnipegvatni. Munu þeir hafa farið saman áður en vatnið lagði á haustin og voru síðan við veiðar fram á miðjan vetur. Ekki er ljóst hvenær Ólafur flutti vestur að Kyrrahafi, hann bjó í nokkur ár á Point Roberts en vegna heilsubrests flutti hann suður til Kaliforníu.
