
Ólína B Ólafsdóttir Mynd VÍÆ III
Ólína Björg Briet Ólafsdóttir fæddist í Húnavatnssýslu 27. október, 1872. Dáin 25. nóvember, 1965.
Maki: 1) 11. janúar, 1889 Sigurður Árnason f. 16. júní, 1864 í S. Múlasýslu, d. í Selkirk 11. júlí, 1902. Sam Anderson vestra. 2) 1904 Kristján Helgi Kristjánsson f. 11. október, 1853, d. 22. maí, 1917 í Selkirk.
Börn: Með Sigurði 1. Ólafur Thordur f. 27. október, 1890, d. 6. október, 1958 2. Carl f. 9. september, 1892 3. Margrét Sigríður f. 20. nóvember, 1894, d. 16. nóvember, 1965 4. Anna Thora f. 26. september, 1896 5. Sigurður Árni f. 6. júlí, 1898 6. May f. 13. apríl, 1900 7. Harold f. 23. október, 1902. Með Kristjáni 1. Sigrid f. í Selkirk 1. maí, 1905 2. Björg Briet f. 16. júlí, 1907.
Ólína fór til Winnipeg árið 1883 með foreldrum sínum, Ólafi Guðmundssyni og Margréti Ólafsdóttur. Sigurður fór vestur til Winnipeg í Manitoba með móður sinni, Þórunni Björnsdóttur árið 1882. Sigurður keypti og seldi nautgripi í Selkirk. Hann var kjörinn í bæjarstjórn bæjarins, fyrstur Íslendinga. Kristján flutti vestur árið 1887 með konu sinni, Sigríði Guðbjartsdóttur og tveimur sonum. Sigríður lést árið 1902 í Selkirk.
