Ólína María Björnsdóttir fæddist 9. nóvember, 1865 í Skagafjarðarsýslu. Dáin í N. Dakota 1. júlí, 1924.
Maki: 1) Egill Gíslason f. í Skagafjarðarsýslu árið 1857, d. í Hallson í N. Dakota árið 1886. 2) 1888 Sigurður Andrésson f. í Rangárvallasýslu árið 1855. Anderson vestra
Börn: Með Agli: 1. Sveinbjörn f. 10. desember, 1884 í Hallson, N. Dakota 2. Guðmundur f. 1886 í Hallson. Með Sigurði: 1. Andrés (Andrew) f. 1890 2. Haraldur (Harold) d. 7 ára 3. Sigríður d. 5 ára 4. Egill f. 5. apríl, 1895 5. Vilhjálmur (Wilhelm) f. 1897 6. Gústaf Adolf 7. Valdemar 8. Haraldur f. 22. október, 1906.
Egill og Ólína fóru vestur 1876 með sama skipi, hann 19 ára hún 10. Hún fór til Nýja Íslands með foreldrum sínum og systkinum sem seinna fluttu til N. Dakota. Egill kvæntist þar Ólínu og bjuggu þau í Hallson í N. Dakota. Egill lést árið 1886 en Ólína giftist þar Sigurði Andréssyni sem gekk sonum hennar í föðurstað. Báðir skráðir Anderson eftir það. Þau fluttu austur í Roseau byggð í Minnesota og þaðan norður í Pine Valley byggð í Manitoba þar sem þau bjuggu til ársins 1918 en enduðu aftur í Hallson.
