Otto L Bernhöft

ID: 18391
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1916

Otto L Bernhöft Mynd VÍÆ III

Otto Lawrence Bernhöft fæddist í Akrabyggð 11. nóvember, 1916.

Maki: Irene Rollstone f. í Hensel í N. Dakota.

Börn: 1. Lawrence f. 4. apríl, 1942  2. Franklin f. 12. ágúst, 1944 3. Robin f. 7. mars, 1947 4. Ruth f. 19. nóvember, 1951.

Otto var sonur Edward L A Bernhöft og Sigurbjargar S Ólafsdóttur í  N. Dakota. Hann gekk menntaveginn. Að loknu grunnskólanámi fór hann til Mavel í N. Dakota og lauk þaðan kennaraprófi.  Var í hernum 1939-1944 og dreif sig síðan í North Dakota Agricultural College í Fargo. Lauk þaðan M. Sc.-prófi í efnafræði árið 1952. Var þá ráðinn kennari við Fargo Central High School og seinna skólastjóri sama skóla. Irene var menntaður kennari og kenndi lengi.