Páll Eggerz

ID: 19617
Fæðingarár : 1855
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1891

Páll Eggerz fæddist í Stykkishólmi í Snæfellsnessýslu 19. desember, 1855. Dáinn í Chicago 18. maí, 1891.

Maki: 1) Ragnheiður Sigríður Sigurðardóttir f. 1853 í Gullbringusýslu, d. 30. júní, 1887 2) Anna Katrín Þórarinsdóttir f. 15. ágúst, 1862 í Árnessýslu, d. í Tradeston, hverfi í Glasgow í Skotlandi í nóvember, 1890.*

Börn: Með Ragnheiði 1. Helga f. 1882 2. Hrefna f. 1884 3. Sigurður Helgi f. 1886 4. Helgi f. 1887. Ekki er hans getið í Dalamenn ll.

Páll lagði kaupmennsku fyrir sig á Íslandi og með það veganesti fór hann ekkill, barnlaus vestur til New York árið 1887. Faðir hans, Pétur Eggerz, tók Helgu, Hrefnu og Sigurð Helga að sér en árið 1890 kom Páll til Íslands og fór með börn sín þrjú til Chicago. (sjá Landsyfirréttardómar 5. árgangur 1901 bls.3).

*Þorgils Jónasson, sagnfræðingur, sendi síðunni upplýsingarnar um örlög Önnu Katrínar. Von er á upplýsingum frá honum um börn Páls og Ragnheiðar.