Páll Friðbjörnsson

ID: 19302
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : Ontario

Páll Friðbjörnsson fæddist í Kanada eftir 1873.

Hann bjó með foreldrum sínum, Friðbirni Björnssyni og Önnu Árnadóttur í Ontario og seinna í Nýja Íslandi. Flutti með þeim til N. Dakota árið 1881 og ólst upp í Thingvallabyggð.

Han nam land í Vatnabyggð í Saskatchewan annað hvort árið 1906 eða 1907. Seldi landið og flutti til baka til Mountain í N. Dakota. Hann dó ungur.